Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur tilkynnt stofnun nýs stjórnmálaflokks sem ber nafnið Lýðræðisflokkurinn. Samkvæmt tilkynningu frá Arnar er flokkurinn byggður á hugmyndum um sjálfsákvörðunarrétt og lýðræði, og er stofnaður til að berjast gegn ofstjórn og óstjórn sem Arnar telur hafa einkennt stjórnmálin að undanförnu, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum.
Arnar bendir á í fréttatilkynningu að ríkisvald sé í auknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum, og lýsir áhyggjum af því að smáríki, þar á meðal Ísland, séu farin að fylgja fyrirmælum stórvelda og afsala sér fullveldi. Hann varar við þróun í átt að miðstýrðri alheimsstjórn, þar sem tengslin milli kjósenda og valdhafa veikst.
Lýðræðisflokkurinn, segir Arnar, hefur það að markmiði að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Flokkurinn muni byggja á heiðarleika og gildum sem Arnar telur hafa reynst vel í gegnum tíðina. Hann kallar til liðs við sig þá sem deila sýn hans og vilja taka þátt í baráttunni fyrir framtíð Íslands.
Áður en Arnar stofnaði Lýðræðisflokkinn var hann í viðræðum við Miðflokkinn um mögulega aðkomu og inngöngu Arnars í Miðflokkinn, en ekkert varð af þeim áformum þegar viðræðum lauk.