Asíski innviðabankinn ósnertanlegur og starfsmenn hans borga enga skatta

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður

Ríki sem eiga hlut í Asíska AIIB innviðafjárfestingabankanum hafa samkvæmt samþykktum ekki heimild til þess að rannsaka á nokkurn hátt starfsemi hans. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Frosta Sigurjónssonar rekstrarhagfræðings og fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Eins og kunnugt er hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekið varaformannssæti bankaráðs bankans eftir að íslenska ríkið keypti hlut í bankanum en Frosti bendir á að bankinn fái óeðlileg forréttindi

það má ekki rannsaka starfsemi bankans, bankinn má einnig stofna bankareikninga inni í Seðlabankanum, leggja þar inn fé og taka út og það má heldur ekki hafa neitt eftirlit með því, starfsmenn bankans greiða enga skatta, mér finnst þetta allt saman mjög óeðlilegt„,segir Frosti.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila