Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi fyrir að hafa svikið sænsku réttvísina

Dómstóllinn Southwark Crown Court dæmdi Julian Assange í 50 vikna fangelsi fyrir að hafa brotið skilmála samkomulags við yfirvöld og flúið í sendiráð Ekvadors í London í stað þess að mæta fyrir dómi í Svíþjóð vegna kæru um kynferðisbrot. Dómurinn er sá harðasti sem hægt er að fá fyrir slíkt brot. Rétturinn valdi að hlusta ekki á lögfræðing Assange sem líkti verunni í sendiráðinu við fangelsi. Þegar dómurinn var kynntur hrópuðu stuðningsmenn stofnanda Wikileaks fyrir utan dómstólinn: “Ekkert réttlæti í UK”. Lögfræðingur Assange sagði að Assange óttaðist að verða framseldur til Svíþjóðar, þar sem Svíþjóð hefði áður sent fólk til landa þar sem pyndingar væru stundaðar. Hafði hann m.a. í huga þegar CIA sótti tvo hælisleitendur í Svíþjóð og fóru með þá til Egyptalands þar sem þeir voru pyndaðir. Assange óttast að Svíar framselji hann til Bandaríkjanna sem muni dæma hann og senda till Guantanamo fangelsisins fyrir að hafa komist yfir hernaðarleg leyniskjöl.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila