Ástþór: Utanríkisráðherra kominn á hálan ís í Georgíu

Það er ekkert athugavert við það, að yfirvöld í Georgíu vilji koma böndum á erlendar valdastofnanir, sem vilji hafa áhrif í Georgíu. Þingið i Georgíu hefur samþykkt lög sem setja þessum öflum ákveðnar skorður. Því er það sérkennilegt að utanríkisráðherra Íslands sé að mótmæla slíkri lagasetningu og hafa afskipti með þessum hætti af innanríkismálum í Georgíu. Þórdís Kolbrún sé með þessari framgöngu komin á mjög hálann ís. Þetta segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi og stofandi Friðar 2000 en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag

Hann segir stjórnvöld í Georgíu eingöngu að vera að koma í veg fyrir að valdastofnanir og sjóðir geti, með fjárstyrkjum, haft áhrif innan Georgíu og það sé ekkert óeðlilegt við að menn vilji slá þar varnagla.

Hann bendir á að þegar uppreisnin var í Úkraínu 2014 hafi í aðdraganda hennar erlendir aðilar fjármagnað ýmis konar áróður sem varð til þess að uppreisnin þar fór af stað með tilheyrandi hörmungum.

Hefðu slík lög verið í gildi þar er líklegt að af uppreisninni hafi aldrei orðið þar sem erlend öfl gátu stýrt aburðarrásinni með fjármunum sínum.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila