Site icon Útvarp Saga

Einungis einn af hverjum sextán nýjum innflytjendum í Svíþjóð með vinnu sem ekki er niðurgreidd af skattgreiðendum

Atvinnumiðlun Svíþjóðar upplýsir að einungis 6,1% nýrra innflytjenda hafi tekist að fá vinnu eftir 90 daga í fyrra án þess að vinnan sé niðurgreidd af skattgreiðendum. 24,5% nýrra innflytjenda fengu niðurgreidd störf eftir 90 daga. Tölur þessar eru sláandi fyrir misheppnaða innflytjendastefnu Svíþjóðar þar sem langmestur hluti nýrra innflytjenda er án atvinnu að sögn Breitbart.

Sænska ríkið greiðir fyrirtækjum fyrir að ráða starfsfólk og lætur skattgreiðendur borga brúsann. Mikið er um niðurgreidd störf hjá opinbera geiranum og hjá fyrirtækjum t.d. í veitingahúsaiðnaði sem segja upp eldra starfsfólki og ráða nýja innflytjendur á lægri launum.


Samkvæmt Aftonbladet höfðu einungis einn af tíu flóttamönnum sem komu til Svíþjóðar 2015 fengið alvöru vinnu eftir tvö ár í landinu. Atvinnuleysi hefur aukist mikið í Svíþjóð þrátt fyrir loforð sósíaldemókrata um að Svíþjóð hefði minnsta atvinnuleysi ESB þegar í ár. Svíþjóð toppar í staðinn atvinnuleysið í ESB með löndum eins og Grikklandi og Spáni.  Þá er rétt að geta þess að áður hefur komið fram í sænskum fjölmiðlum að helmingur þeirra sem eru atvinnulausir í Svíþjóð eru af erlendu bergi brotnir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla