Augljós stefna núverandi meirihluta að þvinga fólk til þess að hætta að nota einkabílinn

Það er augljós stefna núverandi meirihluta að þvinga borgarbúa til þess að hætta að nota einkabílinn og fá það til þess að nota aðrar samgönguleiðir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Áss Grétarssonar frambjóðanda í 7.sæti lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag.

Helgi segir að stóra málið sé að það þurfi að breyta ákveðnum kúltúr, ákveðnum anda við stjórnun Reykjavíkurborgar, að borgin sé rekin á þann hátt að borgarbúar upplifi að reksturinn sé í þágu þeirra en ekki embættismanna, ekki búa til meiri flækjur sem geri líf borgarana erfiðara.

Vill færa þjónustustofnanir nær úthverfunum

Eitt af því sem Helgi vill að gert verði sé að flytja þjónustustofnanir borgarinnar nær austurhluta borgarinnar, það myndi bæði efla hverfin í austurhlutanum og um leið minnka umferð um miðborgina sem sé gríðarleg.

„hver segir að starfsmenn borgarinnar þurfi allir að vera vinna vestast í borginni? það er vel hægt að dreifa þessu betur um bæinn, af hverju geta til dæmis þeir arkitektar sem eru að segja okkur að hætta nota bílinn ekki allt eins unnið sín störf í Grafarvogi frekar en í Borgatúni? spyr Helgi.

Stefna meirihlutans augljós

Hann segir stefnu meirihlutans vera algerlega augljósa.

„það er skýr forgangsröðun hjá núverandi meirihluta að fólk hætti að nota einkaökutæki, það á að fækka bílastæðum og gera ný hverfi þannig að það séu engin bílastæði, það er verið að gera fólki svo erfitt að nota bílinn að það verði að nota aðrar leiðir, hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur, ég verð að segja það að það samrýmist ekki mínum skoðunum, meðal annars vegna veðurfars og menningar. Grunnkjarninn er sá að það þarf að koma embættismannakerfinu í skilning um það er til þess að þjóna grunnþörfum Reykvíkinga, stjórnmálamenn bera lýðræðislega ábyrgð á því að stofnanir borgarinnar séu reknar í þágu borgarbúa“segir Helgi.

Höfum hér kerfisbundinn vanda embættismannakerfisins

Helgi segir að hér ríki kerfisbundinn vandi embættismannakerfisins sem sé dýr fyrir skattgreiðendur.

„að það sé alltaf verið að reyna að fjölga störfum í miðlægri stjórnsýslu, gera alla ábyrgð óskýrari, allir ferlar verða langdregnari og það gerir það að verkum að ef við ætlum að kjósa sömu flokka og sömu pólitísku sýn þá heldur þessi þróun áfram“segir Helgi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila