Það eru augljósir hagsmunaárekstrar ef fyrrverandi forsætisráðherra verður forseti og það er einfaldlega eitthvað sem ekki gengur upp. Ýmsum sjórnmálafræðingum og fleirum úr akademíunni sé stillt upp til varnar. Forsetaembættið á að vera vörn gegn spillingu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorvaldar Logasonar heimspekings í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag.
Þorvaldur segir það þekkt að þegar síðasta vika fyrir kosningar gengur í garð þá séu settar fram mestu fýlubomburnar til þess að koma höggi á andstæðinginn og það hafi einmitt gerst í kjölfar þess að Auður Jónsdóttir rithöfundir ritaði grein þar sem sett var fram beitt gagnrýni gagnvart Katrínu Jakobsdóttur. Þá hafi sprottið fram Jón Ólafsson heimspekingur og lektor við Háskóla Íslands. Jón hafi sett fram þá fýlubombu að gagnrýni gagnrýnenda Katrínar sem væru að benda á hina augljósu hagsmunaárekstra væru kvenfyrirlitning og kvenhatur. Þorvaldur bendir á að Jón þessi hafi einmitt verið skipaður af Katrínu í nefnd um traustuppbyggingu gagnvart stjórnmálum og stjórnsýslu. Fýlubomba Jóns sé sérkennileg að mati Þorvaldar einmitt í ljósi þess hvað gagnrýnendur eru að benda á.
Áróður gegn 8 forsetaframbjóðendum
Í þættinum var einnig rætt um hvernig Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og prófessor emerítus hefur kynnt undir að fólk eigi að fara bara eftir skoðanakönnunum og hafi allt frá byrjun í raun og veru gert ráð fyrir að Katrín myndi hafa sigur. Til dæmis hafi hann sagt þegar ein af fyrstu könnunum var birt að aðrir en Katrín og 3 aðrir frambjóðendur ættu næstum enga möguleika. Hann hafi útilokað árangur hjá 8 frambjóðendum.
Forsetaembættið á að vera vörn gegn spillingu
Þorvaldur segir að hann telji að allir Íslendingar hljóti að sjá að þegar forsætisráðherra sem leggur fram frumvörp og ber pólitíska ábyrgð á frumvörpum ætli svo að fara hinum megin borðs og skrifa undir þau frumvörp þegar þau hafa verið samþykkt á Alþingi sem lög. Forseti þarf að vera óhlutdrægur og þessi staða gengur einfaldlega ekki upp. Þetta eru augljósir hagsmunaárekstrar eins og nokkuð getur orðið.
Hann bendir á að forsetaembættið sé hugsað sem vörn gegn spillingu og sé valddreifingarembætti og sem slíkt vel úthugsað og þarf að haldast áfram sem slíkt embætti.
Arnþrúður og Pétur bentu á að þarna væru mjög mörg stórmál sem biðu að fara í gegn sem Katrín hefði komið að, til dæmis orku og auðlindamál auk mála sem bent hefur verið á að geti saxað á fullveldi landsins og sjálfstæði
Hlusta má á ítarlegri umræður um forsetakosningarnar og spillinguna í spilaranum hér að neðan