Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust í úrslit á Skrekk

Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust í úrslit á þriðja úrslitakvöldi Skrekks sem fram fór í gærkvöld. Atriði kvöldsins voru afar fjölbreytt og vel útfærð.

Átta grunnskólar tóku þátt en það Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Dalskóli, Hólabrekkuskóli, Landakotsskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli og Ölduselsskóli. Austurbæjarskóli með atriðið Kemur í ljós og Árbæjarskóli með atriðið Svið lífsins komust áfram í úrslitin.

195 ungmenni úr Reykjavík tóku þátt í atriðunum og sýndu hæfileika á sviði sviðslista í frumsömdum atriðum sem þau hafa samið sérstaklega fyrir stóra sviðið í Borgarleikhúsinu vegna Skrekks. Á fimmtudagsmorgun verður tilkynnt um tvö atriði til viðbótar sem dómnefnd hefur valið áfram en átta atriði komast í úrslit.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila