Austurríki eflir landamæragæslu þegar Ungverjaland rekur mannsmyglara úr landi

Austurríki eflir landamæragæsluna, þegar Ungverjaland lætur dæmda mannsmyglara lausa, með því skilyrði að þeir yfirgefi landið tafarlaust. Um er að ræða glæpamenn sem hafa smyglað innflytjendum frá þriðja heiminum inn í ESB gegn greiðslu.

Fangelsin í Ungverjalandi eru full af mannsmyglurum. Samkvæmt opinberum tölum eru 2.600 útlendingar frá 73 löndum í fangelsi í Ungverjalandi og er stór hluti þeirra dæmdur fyrir smygl á fólki. Að mati ríkisstjórnar Viktors Orbáns verður of dýrt til lengri tíma litið að hafa allt þetta fólk í fangelsi. Samkvæmt tilskipun sem ungverska ríkisstjórnin gaf út seint í síðasta mánuði verður dæmdum mannsmyglurum sleppt úr fangelsi með því skilyrði, að þeir yfirgefi Ungverjaland innan 72 klukkustunda.

Samkvæmt ungverskum refsilögum varðar það allt að 20 ára fangelsi að smygla fólki að sögn austurríska ORF. Ungverskir fjölmiðlar segja að hugsanlega verði 700 fangar látnir lausir, aðallega fólk frá Serbíu, Rúmeníu og Úkraínu. Í Austurríki eru menn allt annað en ánægðir með þessa ákvörðun Ungverja og fyrir utan aukið landamæraeftirlit gagnvart nágrannalandinu munu aðrar aðgerðir einnig verða athugaðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila