Skotið var á Donald Trump í þann mund sem hann var að halda ræðu á framboðsfundi sem hann hélt í Pennsylvaníu fyrir stundu.
Að sögn sjónarvotta heyrðust háværir skothvellir og eitt skotanna virðast hafa hæft hann við eyrað. Trump féll þegar í stað undir ræðupúltið og komu lífverðir þegar í stað og gat forsetinn staðið upp og var studdur af svæðinu en blóðugur á eyrnasvæði og andlit. en hann hefði þó verið með meðvitund og kallað til stuðningsmanna sinna þegar lífverðir hans fylgdu honum af sviðinu.
Vitni hafa gefið sig fram nú þegar og skv. BBC þá mun þetta hafa verið 5 skot alls og eitt hæfði forsetaframbjóðandann.
Trump sendir frá sér yfirlýsingu vegna atviksins þar sem hann segir að hann segir að hann sé til skoðunar á sjúkrahúsi og að það verði í lagi með hann.