Bandaríkin gefa út fyrsta vegabréfið fyrir „þriðja kynið“

Joe Biden lofaði ókyngreindum að fá merkingu í passann sinn svo ekki væri um karl eða konu að ræða heldur þriðja opinbera kynið. Verið er að breyta vegabréfakerfinu í Bandaríkjunum svo hægt verði að merkja „X“ þar sem kyns er getið og er því viðkomandi hvorki talinn vera karlmaður né kvenmaður heldur af X-kyni. (Sksk Twitter).

Bandaríkin hafa núna gefið út sitt fyrsta vegabréf fyrir einstakling án þess að skilgreint er, hvaða kyn hán er. Í staðinn fyrir karl eða kona stendur „X.“ Vegabréfið tilheyrir Dana Zzyym í Colorado, aðstoðarforstjóra Intersex baráttunniar fyrir jafnrétti, sem hefur krafist þess að fá slík vegabréf með X síðan 2015. Að sögn fréttastofunnar ABC News er nú opnað á sams konar möguleika fyrir aðra „Bandaríkjamenn sem eru af hvorugu kyni, intersex og kynlausir.“

Dana Zzyym segir í yfirlýsingu: „Ég fór næstum því að gráta, þegar ég opnaði umslagið, dró upp nýja vegabréfið mitt og sá „X“ stimplað á djarfan hátt sem „kyn.“ Ég er líka himinlifandi yfir því, að aðrir intersex bandarískir ríkisborgarar af hvoru kyni, munu fljótlega geta sótt um vegabréf með réttu kyni. Það tók sex ár að fá svo nákvæm vegabréf, sem hvorki neyðir mig til að vera karl- eða kvenmaður og er samtímis viðurkenning á því, að ég er hvorugt, sem er mikill léttir.“

Bandaríska utanríkisráðuneytið undirbýr sig fyrir að færa inn „þriðja kynið“ í önnur persónuskilríki og næsta ár geta fleiri fengið slík vegabréf.

Ned Price fulltrúi utanríkisráðuneytisins segir: „Í sambandi við, að þetta vegabréf er gefið út, þá vil ég endurtaka hlutverk utanríkisráðuneytisins að skapa frelsi, virðingu og jafnrétti fyrir alla – einnig HBTQIP einstaklinga.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila