Bandaríkin gerðu ljóst þegar í janúar að þeir myndu stöðva Nord Stream 2 ef Rússar réðust á Úkraínu

Victoria Nuland fv. aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að Bandaríkin myndu stöðva Nord Stream ef Rússar færu með her inn í Úkraínu (mynd sksk twitter).

Úkraína segir árásina á Nord Stream vera rússneskt hryðjuverk

Þegar í janúar skýrðu Bandaríkin frá því, að Nord Stream 2 gasleiðslan, sem nú er sundursprengd, verði stöðvuð ef Rússar ráðast inn í Úkraínu, þrátt fyrir að um þýsk-rússneskt verkefni er að ræða. Jafnframt segjast Bandaríkin núna vilja „hjálpa“ Evrópu að takast á við hið óhugnanlega atvik með öðrum gassendingum og hraðari umbreytingu í græna orku.

Vangaveltur eru í fullum gagni um hver sprengdi Nord Stream leiðslurnar á milli Rússlands og Þýskalands. Engar niðurstöður liggja fyrir enn sem komið er. Úkraína hefur þegar lýst því yfir, að um rússneska „hryðjuverkaárás“ sé að ræða – að Rússar hafi eyðilagt eigin gasleiðslur. Úkraínski forsetaráðgjafinn Mykhaylo Podolyak skrifar á Twitter:

„Gaslekinn“ frá NS-1 er ekkert annað en hryðjuverkaárás, sem Rússar hafa skipulagt og árás á ESB. Rússar vilja koma efnahagsástandinu í Evrópu úr jafnvægi og valda skelfingu fyrir veturinn.“

Mikill sprengikraftur notaður við eyðileggingu Nord Stream

Talið er að gasleiðslurnar hafi verið sprengdar með krafti sem samsvarar rúmlega 100 kílóa af dýnamíti eða TNT. Myndband með Joe Biden Bandaríkjaforseta frá 7. febrúar hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum en þar segir Biden, að Nord Stream 2 yrði á einhvern hátt stöðvuð ef Rússar réðust inn í Úkraínu:

„Ef Rússar ráðast inn, sem þýðir að skriðdrekar og hermenn fara yfir landamærin til Úkraínu, þá verður ekki lengur Nord Stream 2. Við munum sjá til þess“.

„En hvernig muntu geta gert það, þar sem verkefnið er undir stjórn Þjóðverja?“ spurði blaðamaður undrandi.

„Ég lofa þér, við munum geta gert það“ svaraði Joe Biden.

Fleiri myndbönd með yfirlýsingum ýmissa embættismanna um stöðvun Nord Stream

Þann 27. janúar birti bandaríska utanríkisráðuneytið upplýsingar á Twitter, þar sem aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Victoria Nuland, flytur sama boðskap um stöðvun Nord Stream og Biden Bandaríkjaforseti:

„Ég vil segja það skýrt við ykkur í dag: Ef Rússar ráðast inn í Úkraínu, með einum eða öðrum hætti, mun Nord Stream 2 ekki verða haldið áfram.“

Jafnframt bjóða bandarísk yfirvöld núna „aðstoð“ til Evrópu eftir árásina. Engar vangaveltur eru uppi um hver eyðilagði Nord Stream. AFP vitnar í nafnlausan embættismann:

„Þetta staðfestir mikilvægi viðleitni okkar að vinna saman að því að finna aðrar gasbirgðir fyrir Evrópu og styðja viðleitni til að draga úr gasnotkun og flýta fyrir raunverulegu orkusjálfstæði með því að fara yfir í hreint orkuhagkerfi.“

Victoria Nuland er þekkt fyrir virkni sína í tengslum við valdaránið í Úkraínu árið 2014, þegar hún var aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í Evrópu- og Evrasíumálum. Hún var í Úkraínu og í símtali sem lekið var á milli hennar og þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Geoffrey Pyatt, kom í ljós hvernig hún reyndi að stjórna því hver myndi sitja í nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Hún vildi að Arseniy Yatsenyuk, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, yrði forsætisráðherra, sem hann varð 27. febrúar, nokkrum dögum eftir að Viktor Janúkóvitsj var steypt af stóli. Í samtalinu sagði hún einnig að „ESB gæti farið til fjandans.“

Deila