Site icon Útvarp Saga

Bandaríska Póst- og símamálastjórnin segir kínversku símarisana Huawei og ZTE ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna

Bandaríska Póst- og símamálastjórnin FCC hefur skilgreint tvo stærstu kínversku símarisana Huwei og ZTE sem ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Með þessarri ákvörðun verður komið í veg fyrir að kínversku risafyrirtækin, sem hafa sterk bönd bæði innan Kommúnistaflokks Kína og kínverska hersins, geti afgreitt varahluti eða byggt upp nýja kynslóð 5G hraðanets í Bandaríkjunum. 


Samstarf Hvíta hússins, viðskiptaráðuneytisins og innaríkisráðuneytisins leiddi til þessarar ályktunar um að stöðva afhendingu Huawei á hlutum í 5G netið, þar sem talið er að fyrirtækið skapi lekamöguleika sem kínverski kommúnistaflokkurinn getur nýtt sér. Áður hafði ríkisstjórn Bandaríkjanna reynt að koma í veg fyrir að fyrirtækin gætu keypt flögur sem eru framleiddar í Bandaríkjunum eða með bandarískri kunnáttu.


Ajit Pai forstjóri Póst- og símamálastjórnarinnar tístir að með þessari ákvörðun geti símafyrirtæki ekki notað opinbert fé til að kaupa varahluti eða þjónustu frá þessum fyrirtækjum. Áður en ákvörðunin var tekin fékk Póst- og símamálastjórnin fjöldamörg ummæla m.a. frá Bandaríkjaþingi, leyniþjónustinni, bandamönnum og framleiðendum samskiptaútbúnaðar þar sem yfirgnæfandi meirihluti taldi rétt að banna vörur og samskipti við kínversku fyrirtækin.

Ajit Pal bendir á að risafyrirtækin séu tengd kommúnistaflokknum og hernum og verði að vinna fyrir kínversku leyniþjónustuna þar sem fyrirtækin fylgi kínverskum lögum.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla