Bandaríkin orðin næst stærsti gasframleiðandi fyrir ESB

Í kjölfar refsiaðgerða ESB gegn Rússlandi hafa Bandaríkin aukið sölu af fljótandi jarðgasi til Evrópu og eru nú annar stærsti birgir sambandsins á gasi, segir í frétt Swebbtv. Noregur er í fyrsta sæti. Að sögn ESB hefur fullkomlega tekist að „endurbyggja skipulag“ birgja. Samtímis fóru afhendingar Rússa niður í 9 %. 

Noregur selur mest af gasi til ESB – Bandaríkin eru í öðru sæti

Á síðasta ári var Rússland stærsti gasbirgir ESB. Landið afhenti um 40 % af gasinu sem var selt ódýrt til Evrópu. En svo kom stríðið í Úkraínu og stórfelldar refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi,sem minnkað hafa sölu Rússlands á gasi til ESB niður í 9 %.

Valdis Dombrovskis, ESB-kommissjóner sagði á efnahagsráðstefnu í Lettlandi að sögn Tass:

„Okkur hefur tekist að endurbyggja algjörlega uppbyggingu birgja okkar. Noregur er nú stærsti birgir jarðgass, næst á eftir koma Bandaríkin, sem sjá okkur fyrir fljótandi jarðgas.“

Undanfarið ár hafa Bandaríkin aukið framboð sitt á LNG, fljótandi jarðgasi til ESB í auknum mæli og standa nú undir næstum helmingi heildarkaupa sambandsins á LNG. Hins vegar er fljótandi gas frá Bandaríkjunum umtalsvert dýrara en gasið, sem Rússar seldu til ESB. Getur bandaríska gasið, sem flutt er á tankskipum, kostað allt að fjórfalt meira.

Sprengjuárásin á Nord Stream gerð til að „rjúfa böndin milli Rússlands og ESB“

Sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Anatoly Antono, segir í The National Interest, að sprengjuárásin á Nord Stream sé hluti af stærra heimspólitísku dæmi. Orkuinnviðirnir voru eyðilagðir til að rjúfa hagstæð efnahagsleg samskipti Rússlands og Evrópu. Rússar saka Breta um árásina og segja hana „hættulegt fordæmi.“ Antono segir:

„Árás á einstaka innviði með þýðingu fyrir öryggið er afar hættulegt fordæmi. Sérhvert mikilvægt verkefni – sama hvar það er, er núna í hættu. Þar að auki hefði ekki verið hægt að framkvæma þetta hryðjuverk án afskipta ríkisstjórnar.“

Sjá nánar tíst rússneska sendiráðsins hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila