Bandarísk herþyrla á sveimi yfir Eystrasalti aðfararnótt mánudags

Þýskir fjölmiðlar greina frá því, að bandarísk þyrla hafi hringsólað yfir Eystrasalti á mánudagskvöld. Auk þess sýna gögn, sem Flightradar 24 hefur gert aðgengileg almenningi, að bandarískar þyrlur fóru nærri gasleiðslunum fyrr í mánuðinum.

Meðal annars var bandarísk þyrla af gerðinni Sikorsky MH-60R Seahawk með ICAO númerið AE1DCE í nágrenni og meðfram Nord stream 2 að morgni 2. september á þessu ári. Sama dag flaug þyrlan einnig inn yfir Pólland áður en hún sneri aftur út á haf. Þessi þyrlugerð er notuð í kafbátahernaði og einnig af rýmingarköfunarsveitum bandaríska sjóhersins.

Bandarísk þyrla á sveimi aðfararnótt mánudags

Leiðandi dagblað Berlínar, Tagesspiegel, greinir frá því, með vísan til rússneskra fjölmiðla fimmtudagsmorgun, að bandarísk þyrla af sömu gerð hafi aftur farið yfir Eystrasaltið aðfaranótt mánudags. Þyrlan er sögð hafa flogið um 25 mílur austur af Bornholm á því svæði sem gaslekinn uppgötvaðist, frá hálf átta á sunnudagskvöld til hálf fimm á mánudagsmorgun að sænskum tíma. Klukkan 02.03 aðfaranótt mánudags skráðu jarðskjálftastöðvar í Svíþjóð fyrstu sprenginguna.

Upplýsingarnar um bandarísku þyrluna koma frá gögnum, sem send eru út af sendiþjónustu svipaðri og Flightradar 24. Samkvæmt athugunum Samnytt á gögnunum er um að ræða MH-60 Seahawk með ICAO AE4FE2. Það er því ekki sama þyrlan og flaug yfir Nord Stream gasleiðslurnar í byrjun mánaðarins.

Æfðu fyrir utan Bornholm

Í tengslum við „Baltops 22“ í júní á þessu ári æfðu bandarískir djúpkafarar og aðrar neðansjávarsveitir undan ströndum Bornholm, eins og bandaríski sjóherinn hefur skrifað um.

Í ágúst voru sambærilegar æfingar undir forystu NATO við Brestströndina í Norður-Frakklandi, þar sem sprengjur og önnur skotfæri sem fundust á hafsbotni voru sprengd. Í septembermánuði héldu æfingarnar áfram við strendur Portúgals. S.l. sunnudag æfðu danskir ​​rýmingarkafarar í samvinnu við Þýskaland og Lettland að leita uppi skotmörk og sprengja undir yfirborði vatnsins. Í vikunni héldu æfingarnar áfram ásamt kanadískum NATO-herjum.

Rússnesk skip

Vesturlöndum gruna Rússland hins vegar um meint skemmdarverk gegn Nord Stream 1 og 2. CNN segir frá því að sést hafi til rússneskra herskipa á mánudag og þriðjudag „í nágrenni“ við gasrörin. Einnig er sagt að rússneskir kafbátar hafi verið nálægt þeim í síðustu viku.

Óljóst er hvort rússnesku skipin hafi eitthvað með lekann að gera og danski herinn leggur áherslu á að rússnesk skip fari reglulega um svæðið. „Við sjáum þau í hverri viku“ segir ónafngreindur heimildarmaður innan danska hersins.

Jafnvel þótt kenningin um að Rússar standi að baki skemmdarverkunum sé ríkjandi í vestrænum fjölmiðlum, þá eru ekki allir Þjóðverjar sannfærðir. Á fimmtudaginn var töluvert rætt um „Sanctionen gegen die USA“ – refsiaðgerðir gegn Bandaríkjunum – á Twitter.

Rörin talin ónýt

Skemmdir á Nord Stream 1 og 2 eru sagðar miklar og á fimmtudag greindi sænska strandgæslan frá því, að fjórði lekinn hefði fundist á leiðslunum.

Heimildir innan þýsku öryggisþjónustunnar telja, að gasleiðslurnar tvær verði fyrir varanlegum skemmdum ef ekki fer fram tafarlaus viðgerð. Ástæðan er sú að sjórinn streymir inn í rörin, sem byrja að ryðga.

Að leggja báðar gasleiðslurnar Nord stream 1 og 2 hefur kostað um 200 milljarða sænskra króna. Rússneska Gazprom hefur staðið fyrir að minnsta kosti helmingi kostnaðarins og hinn helmingurinn skipst á milli olíufélaga í Evrópu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila