Bandarískir hermenn í Úkraínu – gæti verið undirbúningur fyrir stórstyrjöld

Bandaríkjaher hefur staðsett hermenn í Úkraínu að sögn í þeim tilgangi að skoða vopnin, sem Vesturlönd senda þangað, segir í frétt AP. En að sögn Douglas MacGregor ofursta í hernum, sem kominn er á eftirlaun, lítur það frekar út eins og undirbúningur fyrir að senda stærri venjubundnar hersveitir inn í landið. Hann sagði það í samtali við Redacted (sjá myndband neðar á síðunni). Hin meinta áætlun um að Vesturveldin vilji stofna „bandalag frjálsra“ ríkja svo Úkraína tapi ekki stríðinu gegn Rússlandi, gæti orðið að veruleika, fullyrðir hann.

Farið að líta út eins og undirbúningur fyrir að senda tugi þúsunda hermenn inn á svæðið

Bandaríkjamenn hafa sent svokallaða „hereftirlitsmenn“ til Úkraínu í þeim tilgangi að halda utan um vopn og búnað, sem sendur er til Úkraínu. NBC News skrifar að þessar sveitir „virðast vera meðal þeirra fyrstu frá bandaríska hernum, sem fara opinberlega inn í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið.“

En Douglas MacGregor, ofursti bandaríska hersins og hernaðarsérfræðingur, er efins um þessar fullyrðingar. Þess í stað óttast hann, að verið sé að undirbúa að senda venjulega hermenn til landsins – tugi þúsunda hermanna.

Úkraína hefur misst um 20 % af yfirráðasvæði sínu til Rússlands og er nú rafmagnslaust eftir að Rússar gerðu loftárásir á orkukerfið. Í seinni tíð er því farið að ræða um á Vesturlöndum að stofna „bandalag sjálfboðaliða“ sem muni fara inn í Úkraínu og reyna að sigra Rússland. Douglas MacGregor spyr í Redacted News:

„Um hvað snýst þetta eiginlega? Við höfum verið að í átta mánuði og eytt 65 milljörðum dollara. Og allt í einu núna eigum við að fara að sýna ábyrgð? Þetta er farið að líta út eins og undirbúningur fyrir framkvæmd þeirrar stórhættulegu tillögu, að fjölþjóða bandalag sjálfboðaliða, kannski 40.000-80.000 manna herlið Vesturlanda verði sent inn í vesturhluta Úkraínu.“

Fáránlegt að fullyrða að um vopnaeftirlit sé að ræða á jafn stóru svæði og Texas

Það kann að hljóma brjálæðislega en Jens Stoltenberg, yfirmaður NATO, hefur tekið það skýrt fram, að Rússland megi ekki vinna stríðið. Það væri „tap fyrir okkur öll.“ MacGregor telur að það geti gerst á næstu fjórum vikum, áður en jörðin í Úkraínu frýs og Rússar hefja væntanlega stórsókn til að binda enda á stríðið.

Að sögn Douglas MacGregor er einnig rætt um að koma á fót rússneskri útlagastjórn á Vesturlöndum, til að reyna enn frekar að veikja núverandi rússnesk stjórnvöld.

„Áður en þú ferð inn á svæði til að berjast, sendir þú fyrst inn fáa hermenn til að kanna það og finna staði til að koma sér upp góðum búðum. Ég var hluti af slíkum hópi árið 1990. Það þarf ekki marga til að gera það. Svo það er fullkomlega skynsamlegt að segja, að þessir hermenn séu að leita að stöðum þar sem þeir geta verið, hreiðrað um sig til að vera á.“

Að þeir séu þarna til að hafa eftirlit með vopnum, sem send eru þangað á jafn stóru svæði og Texas, er fáránlegt. Að minnsta kosti 40 % hafa þegar verið seld og send til annarra landa. Ég trúi því ekki.

Þetta er boð um beint stríð við Rússland

En að sögn Douglas MacGregor hafa Bandaríkjamenn vanmetið ástandið, ef þeir telja að Rússar muni ekki ráðast á vestræna hermenn innan Úkraínu:

„Um leið og þeir fara yfir landamærin í Póllandi eða Rúmeníu til Úkraínu er hægt að ráðast á þá. Að halda að þeir geti blekkt einhvern, laumast inn í vesturhluta Úkraínu á nóttunni, er brjálæði. Ef við förum inn í landið munum við verða fyrir skoti. Og fyrsta eðlishvöt Rússa verður að þurrka út bandaríska herliðiðið, sem er leiðandi kjarninn. Það er boð um að beint stríði við Rússland.“

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila