Bandarískur njósnadróni hrapaði í Svarta haf

Ómannaður dróni af gerðinni MQ-9 Reaper, sjá mynd, af sömu gerð og Bandaríkin ásaka Rússland um að hafa grandað yfir Svarta hafi (Mynd: U.S. Air Force photo by Master Sgt. Robert W. Valenca, Wikimedia Commons).

Pentagon hélt blaðamannafund í dag og ásakar Rússland um að hafa skaðað bandarískan dróna á flugi á alþjóðlegri leið yfir Svarta hafið með þeim afleiðingum að dróninn hrapaði í hafið og eyðilagðist. Rússland neitar ásökununum og segir drónann hafa flogið í rússneskri landhelgi of nálægt Krímskaganum og segir jafnframt að Bandaríkin, þrátt fyrir að þykjast ekki vera aðili að stríðinu, noti dróna og önnur njósnatæki til að aðstoða Úkraínuher í árásum á rússnesk skotmörk.

Samkvæmt frétt sænska sjónvarpsins þá á rússnesk herþota að hafa lent í árekstri við bandaríska drónann með þeim afleiðingum, að dróninn hrapaði í hafið. Segir Pentagon að hreyfill drónans hafi skaðast og dróninn orðið óflughæfur. John Kirby fulltrúi Hvíta hússins fordæmir atburðinn sem bæði „hættulegan og ófaglegan.“ Rússland neitar þessu og segir að dróninn hafi flogið í rússneskri lofthelgi og hafi hrapað eftir að „hafa tekið of skarpa beygju.“ Samkvæmt Reuters segja Rússar að „rússnesku herþoturnar beittu engum vopnum og snertu aldrei drónann.“ Tvær rússneskar herþotur af gerðinni SU-27 mættu drónanum.

Yfirstjórn Evrópuherja Bandaríkjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu um atburðinn:

„Farkostur okkar MQ-9 var á hefðbundnu flugi á alþjóða flugleið, þegar rússnesk herþota kom of nærri og lenti í árekstri. Afleiðingin varð sú að MQ-9 brotlenti og gjöreyðilagðist.“

Pat Ryder blaðafulltrúi Pentagons á fundinum í dag (mynd: skjáskot SVT).

Kjarnorkusprengjuflugvél Bandaríkjanna æfir aðflug að St. Petersburg

Frjálsir tímar greina frá því, að bandarísk sprengjuflugvél sem borið getur kjarnorkusprengjur, hafi flogið beint að næst stærstu borg Rússlands, St. Pétursborg eða Leníngrad og herma sögusagnir að flugvélin hafi farið inn í rússneska flughelgi. Flugvélin af gerð B-52 H Stratofortress með skráningarnúmeri 60-0026 og kallnafninu „Noble 61″ lyfti klukkan hálf fimm laugardagsmorgun frá Morón herflugvellinum hjá Sevilla á Spáni. Flugvélin getur borið allt að átta B83-kjarnorkusprengjur og er sérhver þeirra nægjanlega öflug til að jafna stærri borg við jörðu.

Hægt var að fylgjast með miklum hluta flugs herflugvélarinnar á appinu Flightradar 24 og fylgdust margir með vélinni. Vélin hvarf af skjánum yfir Eystrarsalti og talið að slökkt hafi verið á sendi á meðan hún tók bensín í loftinu frá tveimur flugvélum, einni frá Bretlandi og annarri alla leið frá Bandaríkjunum. Hætt er við að stríðsæsingamenn sem fylgdust með vélinni hafi þótt miður að vélin snarbeygði síðan til suðurs í stað þess að fljúga áfram og losa sig við sprengjufarminn yfir St. Petersburg.

Deila