Banvænum hjartaáföllum fjölgaði um 17% í Ástralíu í fyrra

Fjöldi banvænna hjartaáfalla jókst um 17% í Ástralíu á síðasta ári, segir í frétt Daily Mail. Það er verra en nokkru sinni fyrr. Eitthvað hefur gerst í Ástralíu.

Samkvæmt Daily Mail hefur orðið „ógnvekjandi aukning“ á hjartaáföllum í landinu. Allt að 10.200 Ástralíubúar dóu úr blóðþurrðarsjúkdómi, þ.e. kransæðasjúkdómi, á fyrstu átta mánuðum ársins 2022. Það er aukning um heil 17%. Daily Mail skrifar:

„Fleiri Ástralar en nokkru sinni fyrr deyja úr banvænum hjartaáföllum.“

Hvað liggur að baki fjölguninni? „Sérfræðingar“ segja áhrif lokana og Covid vera ástæðuna. Að sögn „sérfræðinganna“ leiddu lokanirnar meðal annars til þess, að margir sjúklingar komu mun seinna inn með versnandi einkenni. „Hátt kólesteról, reykingar, offita og hár blóðþrýstingur“ eru einnig taldar mögulegar skýringar.

Hins vegar getur „bóluefnið“ gegn Covid dregið úr hættu á fylgikvillum eins og kransæðasjúkdómum, er fullyrt í greininni. Læknar í Ástralíu hvetja nú borgarana til að láta athuga hjörtun í sér. Á samfélagsmiðlum gagnrýna margir útskýringar greinarinnar:

„Um 17% aukning hjartaáfalla í Ástralíu hefur gert „sérfræðinga“ forviða. Hver vill segja þeim það?“ segir meðal annars.

„Þessar greinar eru nú svo augljósar, að ég held að það sanni bara hversu algjörlega berskjaldaðir almennir fjölmiðlar eru orðnir“ segir annar.

Deila