Í nýju myndbandi þýsku netsjónvarpsstöðvarinnar KlaTv er greint frá því að barátta þeirra sem barist hafa gegn farsóttarsáttmála WHO sé farin að hafa áhrif. Fram kemur í myndbandinu að til að mynda hafi WHO nú dregið úr bindandi eðli tilmæla sem fram koma í sáttmálanum.
Þá segir stöðin frá því að til þess að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni hafi þau greint hvaða tungumál séu töluð í þeim löndum þar sem til stendur að samþykkja sáttmálann og framleitt fræðsluefni á 41 tungumál með hjálp 100 sjálfboðaliða til þess að fræða fólk um sáttmálann og raunverulegt innihald hans.
Horfa má á myndbandið hér að neðan.