Beinn kostnaður vegna hælisleitenda 20 milljarðar – Þetta gengur ekki lengur

Beinn kostnaður vegna móttöku hælisleitenda er 20 milljarðar og þá er ótalinn sá kostnaður sem hlýst af þjónustu velferðar, mennta, löggæslu og heilbrigðiskerfsins við hælisleitendur. Þetta er staða sem gengur ekki lengur. Von er á tillögum frá dómsmálaráðherra til þess að færa regluverkið, varðandi móttöku hælisleitenda, nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Þetta sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur.

Bjarni segir að stærsta vandamálið séu þær séríslensku reglur sem hér gildi hvað varðar hælisleitendur sem séu rýmri en gerist annars staðar og þær eru að valda því að hingað koma miklu fleiri hælisleitendur en til annara landa.

Á forræði Alþingis að breyta reglunum

Hann segir að þær reglur sem í gildi séu hér á landi byggi að megninu til að íslenskum lögum og vel sé hægt að gera talsvert miklar breytingar án þess að við þurfum að spyrja um leyfi til þess á grundvelli einhverra alþjóðaskuldbindinga og stýrt þessum málum að verulegu leyti sjálf. Við séum vissulega með alþjóða skuldbindingar en það sem skipti máli núna sé á okkar forræði að breyta.

Frumvarp um breytingar til ríkisstjórnar

Hann segir dómsmálaráðherra hafa komið með frumvarp um breytingar í þessum málaflokki inn í ríkisstjórnina í desember s.l. sem hafi verið til meðferðar hjá ráðherrnefnd. Bjarni á von á að frumvarpið verði tekið fyrir í ríkisstjórninni á allra næstu dögum. Frumvarpið snýr að því að aðlaga íslenska löggjöf betur að því sem gerist í nágrannaríkjum. Í núverandi íslensku sérreglunum er opið fyrir að hælisleitendur, sem hafi fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, geti komið hingað engu að síður og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og fengið mál sitt tekið upp hér. Bjarni segir að það sé rúm regla sem ekki sé algengt að önnur ríki séu með og segir Bjarni að hann viti reyndar ekki um önnur ríki sem geri það. Þetta sé eitt af því sem dómsmálaráðherra vilji breyta.

Samþykkja þarf breytingar á lögunum sem fyrst

Þá séu reglurnar um viðbótarverndina hér ólíkar því sem gerist annars staðar. Hér sé slík vernd veitt í fjögur ár en í öðrum löndum séu árin færri og til að mynda í Danmörku sé slík vernd aðeins veitt í eitt ár. Þá þurfi í hælisleitendur Danmörku að hafa dvalið þar í tvö ár áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu en engin slík regla sé hér á landi. Bjarni telur að í frumvarpi dómsmálaráðherra verði þessu breytt. Aðspurður segir Bjarni það koma vel til greina að óska eftir forgangi á Alþingi til þess að samþykkja þetta frumvarp sem fyrst.

Mjög kostnaðarsamt og íþyngjandi fyrir stjórnsýsluna

Hvað varðar kostnaðinn vegna hælisleitenda þá sé hann helst til kominn sem fyrr segir vegna þessara séríslensku reglna og vegna þess að hér sé mikill fjöldi umsókna sem ljóst sé að mun ekki verða samþykktur. Þetta íþyngi stjórnsýslunni mjög og vegna fjöldans sé biðtíminn langur og við það aukist kostnaður enn meira. þetta þurfi að breytast sem fyrst.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila