Beint streymi frá kynningarfundi verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hóf fyrir stundu opinn kynningarfund um viðfangsefni sín. Fundurinn er haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands þar sem honum er streymt í dag 15. febrúar kl. 10-12, en einnig er hægt að koma á staðinn til þess að fylgjast með.

Á fundinum gefur formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar yfirsýn yfir þá virkjanakosti sem eru til umfjöllunar í rammaáætlun, auk þess að fjalla um vinnu sem fram hefur farið á vegum verkefnisstjórnar varðandi greiningar við mat á staðarvali vindorkukosta.

Sérfræðingar Landmælinga greina frá nýjum tækjum sem þróuð hafa verið til að miðla landupplýsingum um rammaáætlun og vinna með þær. Einnig kynna formenn og fulltrúar faghópa störf og áherslur faghópa rammaáætlunar í vinnu sinni.

Smelltu hér til þess að sjá beint streymi

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila