Belti og axlabönd Guðlaugs Þórs eru blekking

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra.

Fyrirvarar sem Guðlaugur Þór segist hafa fengið vilyrði fyrir vegna orkupakkans og fullyrti að þar með væri ísland komið með belti og axlabönd eru blekking. Þetta segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag. Guðni segir orkupakkamálið í raun stærra en Icesave málið enda sé búið að koma málinu fyrir á þann hátt að það fari ekki fyrir forseta og því eigi þjóðin ekki þess kost að fá að kjósa um málið, og verði pakkinn samþykkur og mál komi upp þar sem tekist yrði á um fyrirvarana myndu þeir ekki halda.

Hundruðir umsókna um virkjanaleyfi

Guðni segir að segja mætti að Ísland væri þegar komið í ESB enda hafi ýmsar reglur sambandsins þegar verið innleiddar hérlendis og að undir það hafi íslendingar beygt sig.  Þá bendir Guðni á að nú þegar séu komin fram hundruðir umsókna um leyfi til þess að setja upp smávirkjanir “ tröllin taka landið, þau eru farin að yfirtaka jarðirnar svo það er allt komið í gang, svo ætlum við að fara að flytja hér inn hrátt kjöt og kannski með því eyðileggja íslenskan landbúnað„,segir Guðni. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila