Bergþór: Ástandið í grunnskólunum óásættanlegt

Staða nemenda í grunnskólunum auk vopnaburðar endurspeglar það óásættanlega ástand sem ríkir í grunnskólunum landsins. Þetta segir Berþór Ólason þingmaður Miðflokksins en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Bergþór segir graf alvarlegt mál að nemendur grunnskóla væru farnir að bera vopn á sér í skólanum og að slík hegðun væri grátleg þróun. Að hans mati sé engin réttlæting fyrir þessari þróun og kallaði hann eftir því að gripið yrði til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari ástandsvandamál.

Fjölmenningin innan skólanna hefur veruleg áhrif á námsárangur

Bergþór nefndi að ástandið væri ekki einungis bundið við aukinn vopnaburð, heldur hafi einnig komið fram verulegar áskoranir tengdar fjölmenningu innan skólanna. Hann lagði áherslu á að kennarar í mörgum skólum standi frammi fyrir nemendahópum þar sem talað eru allt að 20 mismunandi tungumál, sem geri það mjög erfitt að veita nemendum fullnægjandi menntun. Hann benti á að skólastofnanir hafi ekki burði til að sinna öllum nemendum með þessum hætti og að það hafi veruleg áhrif á námsárangur.

Minni lestrargeta og minni skilningur á stærðfræði

Þá segir Bergþór að þessi vandamál hafi leitt til þess að verulega hafi dregið úr námsárangri síðust árin. Hann benti á að rannsóknir sýni að börn sem klára grunnskóla nú á tímum hafa minni lestrargetu og minni skilning á stærðfræði en áður var. Þetta komi sérstaklega í ljós í niðurstöðum alþjóðlegra prófa eins og PISA, sem gefa til kynna að nemendur tapa allt að tveimur heilum skólaárum í þekkingu.

Meiri agavandamál en áður fyrr

Fjölmenningar áskoranir og dvínandi námsárangur eru þó ekki einu vandamálin innan grunnskólanna. Bergþór nefndi einnig að kennarar og stjórnendur hafi glímt við verulega erfiðleika í samskiptum við nemendur, sérstaklega þegar kemur að agavandamálum. Hann sagði einnig að mikið hefði verið talað um hvernig börn hafi ekki sama aðgengi að sérkennslu og önnur úrræði vegna þess hversu mikið álag sé á kerfinu.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila