Það væri hægt að draga verulega úr því álagi sem innviðir landsins eru undir ef tekin yrði upp danska leiðin í málefnum hælisleitenda. Danska leiðin felur í sér að hælisleitendur, sem vilja koma hingað til lands, sæki fyrst um erlendis og síðan metnir hvort þeir fá leyfi til að koma hingað til lands og fái stöðu hælisleitenda. Þetta segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Bergþór segir að með því að taka upp þessa leið sé hægt að draga mjög úr ólöglegum fólksflutningum og minnka um leið álagið á samfélagsinnviði. Þá leggur hann áherslu á að betur verði aðgreint á milli þeirra sem raunverulega þurfa á hæli að halda vegna neyðar og þeirra sem leita til landsins af öðrum ástæðum, til að tryggja að kerfið ráði við það verkefni sem því er ætlað. Danska leiðin felst í því að hælisleitendur sæki um hæli hér á landi áður en þeir fá að koma hingað til lands. Þannig sé tryggt að þeir sem ekki fái hæli komi ekki hingað í erindisleysu.
Húsnæðisskorturinn er mikill og því hækkar leiguverð
Meðal þeirra innviða sem reynt hefur á vegna mikils fjölda hælisleitenda er húsnæðismarkaðurinn og hafa húsnæðismálin orðið eitt af þeim sviðum sem hafa komist í brennidepil í þessari umræðu, þar sem aukin eftirspurn eftir húsnæði gæti valdið hækkun á leiguverði og gert það erfiðara fyrir almenning að finna húsnæði.
Mismunandi menningar hópar koma hingað
Bergþór bendir á að þessi mikli fjöldi hælisleitenda sem hingað hafi komið hafi menningarleg áhrif á íslenskt samfélag. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um hvernig mismunandi menningarhópar geti aðlagast samfélaginu og hvort aðlögun þeirra sé nægilega vel undirbúin.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan