Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur hafnað beiðni Zelenskys forseta Úkraínu um að leyfa notkun langdrægra eldflauga til árása djúpt inn í Rússland. Þetta var niðurstaða fundar Joe Biden og Zelenski sem fram fór í Bandaríkjunum í dag.
Fyrr í dag var tilkynnt nýjan hjálparpakka til Úkraínu að upphæð átta milljarðar dollara. Aðstoðin inniheldur meðal annars meðaldrægar nákvæmnisstýrðar svifsprengjur með 130 km drægni, sem gerir úkraínskum hersveitum kleift að ráðast á skotmörk úr öruggri fjarlægð. Að auki munu úkraínskir flugmenn fá aukna þjálfun á bandarískum F-16 herþotum, og Úkraína mun fá fleiri Patriot-loftvarnarkerfi. Volodymyr Zelensky, þakkaði fyrir stuðning Bandaríkjanna og lofaði að aðstoðin yrði notuð á skilvirkan og gagnsæjan hátt.
Bandaríkin hafa látið Úkraínu hafa 175 milljarða dollara og halda áfram stuðningi
Frá innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 hafa Bandaríkin veitt Úkraínu mestu hernaðaraðstoð allra ríkja, þar á eftir kemur Þýskaland með aðstoð upp á 10 milljarða dollara. Bandaríska þingið hefur samþykkt næstum 175 milljarða dollara í heildaraðstoð til Úkraínu og bandamanna, og fleiri fjárveitingar eru líklegar á næstu mánuðum.
Varar við Trump af því Trump er á móti hernaðarstuðningi
Á meðan á fundinum stóð varaði Zelensky við stefnu varaforsetaefnis Donalds Trump, J.D. Vance, sem hefur gagnrýnt bandarískan hernaðarstuðning og varað við að skortur á vopnaframleiðslu gæti orðið hindrun. Vance hefur einnig lagt áherslu á nauðsyn samskipta við Vladimír Pútín vegna hagsmuna Bandaríkjanna.
Forseti fulltrúadeildar þingsins vill reka sendiherra Úkraínu úr landi
Þessi þróun hefur vakið harðar deilur í bandarískum stjórnmálum. Repúblíkanar hafa gagnrýnt Zelensky fyrir afskipti af komandi forsetakosningum, þar sem hann nýtti flug til Pennsylvaníu til að heimsækja vopnaverksmiðju með demókratanum Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Zelensky um að hafa tekið þátt í pólitískum kosningaviðburði til að styrkja Demókrata, og krafðist jafnframt brottreksturs sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum, Oksönu Markarovu.
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Zelensky síðar í dag.