Boðað til útifundar á Austurvelli 1.júní

Hópurinn Orkan okkar og óformlegur hópur Gulvestunga sem að undanförnu hafa staðið fyrir mótmælum gegn þriðja orkupakkanum hafa boðað til útifundar á Austurvelli laugardaginn 1.júní klukkan 14:00.. Í tilkynningu frá hópunum segir að um þriðju mótmæli hópanna sé að ræða. ” Mörg gögn hafa verið dregin fram í dagsljósið að undanförnu og mörgum spurningum er enn ósvarað. Frestun mun skapa tækifæri til að fara betur yfir þessi gögn.”,segir einnig í tilkynningunni. Fram kemur að fjórir framsögumenn verði á fundinum sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur stýrir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila