Borgarafundur um lýðræðið og auðlindir haldinn í Iðnó

Benedikt Lafleur

Lýðræðisflokkurinn stendur fyrir borgarafundi í Iðnó næstkomandi sunnudag klukkan tvö þar sem umfjöllunarefnið er lýðræðið og hvort lýðræðinu sé hætta búin, auk þess sem rætt verður um auðlindamálin. Einn forsvarsmanna Lýðræðisflokksins Benedikt Lafleur talnaspekingur og rithöfundur var gestur Péturs Gunnlaugssonar í dag þar sem hann fjallaði um fundinn

þetta er fyrst og fremst ópólitískur fundur sem er hugsaður sem umræðuvettvangur fyrir alla þá sem láta sig lýðræðið varða og ekki bara lýðræðið heldur líka málfrelsið sem segja má að sé hluti af lýðræðinu og svo auðvitað auðlindirnar sem okkur er mjög umhugað um„,segir Benedikt.

Meðal þeirra sem taka til máls á fundinum eru Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur og Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur, auk fjölda annara. Benedikt segir að stefna Lýðræðisflokksins um auðlindamál sé afar einföld og skýr

það á auðvitað að leyfa þjóðinni að kjósa um allar stórar ákvarðanir sem varða auðlindir okkar, enda varða þær ákvarðanir hagsmuni allra íslendinga„,segir Benedikt.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila