Sjálfakandi bifreiðar eru framtíðar samgöngumátinn innan borgarmarkanna

Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur

Bifreiðar án ökumanns verða framtíðarferðamáti almenningssamgangna innan borgarmarkanna en ekki borgarlínan. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins Sigurjónssonar rafmagns og efnaverkræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Kristinn segir líklegt að bifreiðarnar muni safna upp farþegum inni í hverfunum eftir pöntunum hvers og eins og aka mönnum svo á áfangastað, þetta hafi ákveðna hagkvæmni í för með sér, sérstaklega fyrir notanda þjónustunnar

það yrði enginn bílstjóri en í dag er mesti kostnaður á bak við leigubílakostnað leigubílstjórinn sjálfur, hann er á launum, ekki bara í akstri, heldur einnig í bið og svo yrðu þetta rafknúnar bifreiðar svo þetta myndi að öllum líkindum verða ódýrara en strætó„,segir Kristinn.

Þá ræddi Kristinn einnig um Mee Too byltinguna og loftslagsmálin og þá efnafræðilegu þætti sem hann segir menn rugla oft saman þegar kemur að umræðunni um loftslagsmál.

þáttinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan



Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila