Borgaryfirvöld ekki í tengslum við raunveruleikann

Gunnar Gunnarsson og Helgi Njálsson.

Borgaryfirvöld eru hreint ekki í tengslum við raunveruleikann og vita ekki hvað þau vilja með Laugaveginn annað en það að loka honum. Þetta kom fram í máli Gunnars Gunnarssonar talsmanns Miðbæjarfélagsins og Helga Njálssonar stjórnarmanns í Miðbæjarfélaginu í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Þeir benda á að borgaryfirvöld hafi til dæmis ekki í huga að hérlendis verði mjög kalt á vetrum ” en þeir virðast sjá fyrir sér fólk á stuttbuxunum og konur liggjandi á grasbölum þarna í sólbaði, þetta er bara ekki raunveruleikinn“. Þá benda þeir á að fjöldi verslana hafi þegar farið annað með tilheyrandi tapi fyrir Reykjavíkurborg “ þessi fyrirtæki eru auðvitað að greiða há fasteignagjöld þarna en þegar fyrirtækin eru farin þá geta menn sagt sér það að borgin tapar á þessu, þetta er sorgleg þróun þarna niðurfrá“,segja þeir félagar. Þeir benda einnig á að nú þegar séu aðgerðir borgaryfirvalda farnar að valda því að fólk sækir síður í miðbæinn ” stóru fyrirtækin eru flest farin svo við sjáum að til dæmis bílastæðahúsin eru mjög illa nýtt. Þeir segja að þegar borgaryfirvöld tali um að samráð hafi verið haft við íbúa og fyrirtækjaeigendur á svæðinu séu slíkar fullyrðingar rangar ” við fengum að velja hvar lokunin á að byrja, og svo máttum við vilja hvar sett yrðu blómaker og bekkir, það er nú allt samráðið“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila