Börnin eru vanvirt í skólanum með grófu efni kynfræðslu

Það er alger vanvirðing að bera grófar bækur undir merkjum kynfræðslu á borð fyrir börnin og því erfitt að bera virðingu fyrir kennurnum sem slíkt gera. Þetta var meðal þess sem fram kom í Menntaspjallinu en gestir Valgerðar Jónsdóttur í þættinum sem fjallaði um áskoranir í skólakerfinu voru mæðurnar Kristín Þormar, bloggari, Linda Grétarsdóttir, sjúkraliði og hárgreiðslukona og Linda Magnúsdóttir, sjúkraliði.

Í þættinum kom fram að það sé mikilvægt að kennarar komi fram af virðingu við börnin því þá sé mun líklegra að þeir sjálfir uppskeri virðingu af hálfu nemenda að sama skapi á móti.

Kennarar voru vel máli farnir áður fyrr

Rifjuðu gestir þáttarins upp eigin skólagöngu sem þær voru sammála um að hefði verið jákvæð reynsla og þær hafi borið virðingu fyrir kennurunum enda hafi þeir komið fram við þær af virðingu. Einn gestanna sem gekk í skóla á Dalvík segir að það hafi verið eitt sem hún hafi tekið sérstaklega eftir því hversu vel að máli farnir kennararnir voru og hafi átt það hreinlega til að gleyma sér af aðdáun við að hlusta á kennarana tala.

Í skólunum í þá daga hafi bara verið einfaldar og skilvirkar reglur sem allir fóru eftir og engum datt í hug að vera með einhver mótmæli við þeim reglum sem settar voru. Eftir reglunum hafi einfaldlega verið farið og í því fólkst ákveðin virðing við kennarana sem einnig komu fram við sína nemendur af virðingu.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila