Botnvörpur eru skaðræðistæki fyrir lífríkið og loftslagið

Guðlaugur Jónasson sjómaður

Botnvörpur sem veiðitæki togara hafa gífurleg áhrif á lífríkið en stjórnmálamenn virðast bara láta sig varða það sem sést á yfirborðinu.

Þetta er reynsla þeirra sem til þekkja en einn þeirra, Guðlaugur Jónasson sjómaður hefur kynnt sér vel þær afleiðingar sem slík veiðitæki hafa. Guðlaugur og félagar hans sem stunda sjóinn hafa reynt að ná athygli ráðamanna og vekja athygli þeirra á þessum eyðileggingarmætti botnvarpanna en hafa lítil viðbrögð fengið.

Þannig sýnir til dæmis doktorsrannsókn sem unnin var af Ólafi Ingólfssyni við Hafrannsóknarstofnunina í Bergen í Noregi fram á að þriðjungur þorsks, 24% af ýsu og 10% af ufsa fari undir botntrollið og kremjist og drepst eða sleppur illa skaddaður undan því. Þá sýnir rannsókn Ólafs fram á að smáum fiski sé sérstaklega hætta búin af botnvörpum. Í samtali við Útvarp Sögu segir Guðlaugur þetta vera algjörlega óásættanlegt og sé slæm umgengni um náttúruna og auðlindina.

Þá séu botnvörpuveiðar mjög skaðlegar fyrir loftslagið því að fyrir hvert tonn sem er veitt í botntroll losna 50 tonn af CO2 vegna þess að trollin róta upp setlögum á botningum sem innihalda CO2 samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem birtar voru í vísindatímaritinu The Nature sem sjá má með því að smella hér.

Með öðrum orðum þýðir það að einn Reykjavíkurtogari er með svipað raunverulegt kolefnisspor og allir fólksbílar á Íslandi á ársgrundvelli. Allur afli sem er veiddur í botntroll á Íslandi árlega losar þannig á við 7-8 milljón fólksbíla.

Hér að neðan má sjá skjöl þar sem má sjá sundurliðun á kolefnisspori botnvörputogara sem og hlekki á efni um skaðsemi botnvarpa á lífríkið og loftslagið.

Skjal um kolefnisspor

Skjal um skaðsemi af völdum botnvarpa

Deila