Breið stjórnmálasamstaða um “endaskipti í innflytjendamálum í Danmörku”

Í Danmörku hefur náðst víðtæk pólitísk samstaða um málefni innflytjenda. Innflytjendur sem sótt hafa um hæli sem stríðsflóttamenn eiga að snúa aftur til heimalandanna svo fljótt sem kostur er. Danska Politiken lýsir nýjum lagapakka í innflytjendamálum sem danska Folketinget samþykkti í síðustu viku sem “endaskiptum á danskri innflytjendastefnu”. Auk ríkisstjórnarinnar studdu Folkepartiet og Sósíaldemókratarnir nýju lögin.

Inger Stöjberg, Venstre, skrifar á facebook að allir flóttamenn, einnig kvótaflóttamenn “eiga að sjálfsögðu að fara heim og aðstoða við uppbyggingu í heimalandinu, þegar friður kemst á að nýju”. Segir hún óhugsandi að “flóttamenn verði sjálfkrafa innflytjendur það sem eftir er ævinnar í Danmörku”. Sameinuðu þjóðirnar og Flóttamannahjálp Danmerkur gagnrýna lögin sem þau segja að gangi þvert gegn flóttamannastefnu SÞ.

Áður voru gerðar kröfur um dönskupróf, meðborgarpróf og samning, þar sem viðkomandi umsækjandi þarf m.a. að taka í hendi fulltrúa yfirvalda til að geta gerst danskur ríkisborgari. Núna gildir einnig að til þess að geta sótt um að gerast danskur ríkisborgari þarf viðkomandi að hafa verið a.m.k. níu ár í Danmörku, ekki komist í kast við lögin og geta framfleytt sér sjálfur. Sá sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot eða hryðjuverk getur ekki orðið danskur ríkisborgari. Sjá nánar hér, hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila