Bresk stjórnmál: Frægt þegar Boris Johnson fór ekki sjálfur eftir Covid reglum

Þegar ráðherrar setja þjóðinni reglur sem þeir telja ekki gilda um þá sjálfa þá segir þjóðin nei takk og það er meðal annars þess vegna sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi er úti í kuldanum hjá breskum almenningi. Frægt er orðið þegar Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta hélt fjölmenna garðveislu þar sem Covid reglur voru ekki virtar á sama tíma og almenningur þurfti að fara eftir þeim. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristins Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðings í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir að þegar stjórnmálamenn haldi að þeir séu með englavængi og halda að þeir komist upp með alls kyns hluti sem ekki þoli dagsins ljós í því upplýsingaflæði sem sé í dag þá geta þeir farið að snúa sér að líknarmálum og hætt í pólitík því þeir séu ekki að gera neitt gagn.

Óvenjulegt stjórmálaástand í Bretlandi

Jón Kristinn segir aðstæður í pólitíkinni í Bretlandi nú um stundir vera um margt óvenjulega því nú sé drottningin nýlega látin og skipt hafi verið um forsætisráðherra ansi ört á undanförnum árum. Þá hefur meirihlutinn ekki náð að spila nægilega vel úr Brexit og ekki getað réttlætt fyrir þjóðinni hvers vegna þeir hafi verið að standa í því.

Vantaði innviði í Bretlandi eftir Brexit

Það sem helst hafi verið að þegar Brexit varð að veruleika þá hafi hreinlega vantað þá innviði í samfélagið til þess að geta fylgt því vel eftir. Það hafi ekki einu sinni verið hægt að keyra bensíni á bensínstöðvarnar því bílstjórarnir hafi verið frá Austur Evrópu og því gátu þeir ekki starfað í Bretlandi eftir Brexit.

Hlusta má á ítarlegri stjórnmálaskýringu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila