Breskir glóbalistar vilja koma á stafrænu skilríki á hvert einasta mannsbarn

Ofurglóbalistinn og fv. forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, Tony Blair, t.h. slæst í lið með William Hague, fv. utanríkisráðherra og leiðtoga Íhaldsmanna, t.v. í nýju tæknikratísku verkefni. Vilja þeir koma á einu „stafræn skilríki“ þar sem öllum persónuupplýsingum um hvern einasta Breta, verði safnað saman í gegnum miðlægt ríkisstýrt skipulag.

Í sameiginlegri skýrslu sem gefin er út af „Stofnun Tony Blair fyrir alþjóða umbreytingu“ (sjá pdf neðar á síðunni) er því haldið fram, að opinbert skjalakerfi í Bretlandi sé úrelt og hafi ekki verið aðlagað í takt við tækniþróun tímans. Sagt er að stafræn skilríki geri kerfið „öruggara og auðveldara“ fyrir breska ríkisborgara til að „fá aðgang að mikilvægum samfélagsþáttum – og auðveldara fyrir stjórnvöld að skilja þarfir borgaranna.“ Segir að:

„Í heimi þar sem allt frá bólusetningarstöðu til flugmiða og bankaupplýsinga er aðgengilegt á persónulegum einingum okkar, þá er órökrétt að það sama eigi ekki einnig að gilda um einstakar opinberar skrár um okkur.“

Gera verður grundvallarbreytingu á breska ríkinu

Í stafrænu skilríkjunum, sem kallað er eftir, skulu vera upplýsingar meðal annars um auðkenni borgara, aldur, ökuskírteini, atvinnu- og dvalarleyfi, svo og menntun og starfsréttindi. Samkvæmt Blair og Hague er nauðsynlegt fyrir bresk stjórnvöld að gera „grundvallarbreytingu á ríkinu vegna tækninnar.“ Segja þeir málið svo mikilvægt og brýnt að víkja verði öllum flokkságreiningi til hliðar. Tæknibylting 21. aldar mun hafa jafn miklar afleiðingar og iðnbyltingin hafði á 19. öld, er sagt.


Til viðbótar við stafrænu auðkennisskjölin vilja yfirvöld einnig kynna:

„Þjóðlegt heilbrigðiskerfi sem notar gögn til að bæta umönnun og halda kostnaði niðri, og yfirburðakerfi gervigreindar studd af ofurtölvum.“


Tilnefna á „framkvæmdaráðherra“ sem aldrei hafa setið á þingi og vinna þannig að því að breyta sýn stjórnmálamanna á vísindum og tækni. Nota á gervigreind til að aðstoða kennara í skólum og bjóða nemendum „persónulega aðstoð“ á heimilum þeirra. Tony Blair, sem reyndi að koma á stafrænum skilríkjum á sínum tíma sem forsætisráðherra, segir að tæknin í dag geti sefað áhyggjur margra Breta af hættum á Internet:

„Ef þú horfir á þá líffræðilegu tölfræðitækni sem gerir það mögulegt að búa til stafræn skilríki í dag, þá getur hún leyst mörg þessara vandamála… Heimurinn stefnir í þessa átt, lítil lönd eins og Eistland og jafn stór lönd og Indland fara þessa braut eða þokast í þá áttina. Stór stafræn væðing er einnig nauðsynleg af loftslagspólitískum ástæðum.“

Nigel Farage og Sean O´Grady gagnrýna miðstýringu persónuupplýsinga harðlega

Herferð glóbalistaelítunnar hefur mætt harðri gagnrýni – meðal annars frá hinum vinsæla stjórnarandstöðuforingja Nigel Farage og einnig Sean O’Grady ritstjóra The Independent. Telja þeir mikla áhættu fólgna í því að safna upplýsingum borgaranna í sameiginlegan miðstýrðan gagnagrunn. O’Grady skrifar:

„Sjúkraskrár, skattframtöl, fangelsisvist fyrir hönd hans hátignar, eignir í Fasteignamati, umferðarlagabrot og önnur brot, börn og fyrrverandi eiginkonur, menntunarstig (eða skortur á því), laun, sparnaður, hversu mikið þú eyðir í bensín, sveskjur …. og fyrirbyggjandi meðferð á einu ári – allt þetta væri fræðilega hægt að rekja, leggja saman við allt hitt, greina og jafnvel selja, annað hvort í formi tölvugagna eða einstakra gagna.“

Ríkinu ekki treystandi

O’Grady bendir ennfremur á að hann „treysti ekki breska ríkinu – hvorki þegar kemur að því að byggja upp starfhæft kerfi né til að tryggja öryggi þess og heiðarleika.“ O´Grady bendir á netárás 2017 á heilbrigðisþjónustu ríkisins, sem neyddi lækna og hjúkrunarfræðinga til að nota aftur pappír og penna:

„Jafnvel þótt þeir gætu byggt upp stórgagnagrunn sem annast hinar ýmsu persónulegu upplýsingar um Breta, þá er ekki hægt að útiloka að t.d. Norður-Kóreumenn gætu ekki hakkað hann og eyðilagt? Þeir hafa nú þegar gert það.“

Hér að neðan má hlýða á Nigel Farage og sjá tvö tíst um málið og sjálf skýrsla Tony Blair stofnunarinnar er þar fyrir neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila