Bretar hvattir til að „breyta hegðun sinni“ – svo hægt sé að sigra Pútín

Breska þjóðin þarf að „breyta hegðun sinni“ og nota minni raforku. Þetta segir fjármálaráðherra landsins, Jeremy Hunt. Ríkisstjórnin vill að fólkið dragi úr raforkunotkun um allt að 15 prósent – svo hægt sé að halda áfram að berjast gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Ríkisstjórn Bretlands veitir landsmönnum fjárhagslega styrki til að hjálpa þeim að greiða rafmagnsreikningana, sem hafa rokið upp eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Styrkirnir hafa verið framlengdi fram til apríl 2024 og minnka stöðugt.

Þess í stað vill ríkisstjórnin að fólk dragi úr orkunotkun sinni – um 15% fyrir 2030. Jeremy Hunt segir samkvæmt BBC:

„Á endanum verða allir að taka ábyrgð á orkureikningum sínum og þeir verða að hugsa um hvernig eigi að draga úr orkunotkun sinni.“

Að sögn fjármálaráðherrans er það „verkefni þjóðarinnar að tryggja að Bretland verði ekki „kúgað“ af Pútín, leiðtoga Rússlands. Ef Bretar draga hratt úr orkuneyslu sinni sem nemur 15 % munu þeir geta sparað sjálfir þau 500 pund sem þeir fá í styrk frá stjórnvöldum:

„Svo við reynum að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Við gefum þeim púða í ár og á næsta ári. En við þörfnumst þess, að fólk breyti hegðun sinni.“

Á samfélagsmiðlum eru margir hins vegar ekkert sérstaklega hrifnir af tillögu hans.

Deila