Boris Johnson óskar eftir því að drottningin samþykki þingfrestun

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur óskað eftir því við Elísabetu Englandsrottningu að hún fresti þinginu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Í fréttinni segir að samkvæmt stjórnarskrá Brelands þurfi drottningin að fara að beiðni ráðherrans og því er talið öruggt að þinginu verði frestað. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa brugðist hart við fréttunum og saka ráðherrann um að reyna að grafa undan lýðræðislegum rétti þingmanna með þessu útspili, Óumdeilt er þó að Boris hefur heimild til þess að óska eftir þingfrestun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila