Bretland: Gert refsivert að sannfæra börn að skipta um kyn

Breska ríkisstjórnin setur lög til verndar börnum gagnvart kynskiptingaáróðri og inngripum fullorðinna til að hafa áhrif á kynhegðun barna undir 18 ára aldri. Verið er að takast á við „fornaldarlega iðkun“ sem ekki á heima í nútímasamfélagi að sögn jafnréttistmálaráðherra Breta, Liz Truss á mynd. (© Flickr CC 2.0)

Samkvæmt áætlun bresku ríkisstjórnarinnar munu fullorðnir, sem reyna að sannfæra börn um að skipta um kyn, verða lögsóttir með refsingarlögum. Frá og með næsta ári verður það gert ólöglegt að þrýsta á nokkurn til að breyta um kyn og njóta börn sérstaklega verndar af lögunum.

Undanþága verður veitt fyrir heilsustarfsmenn t.d. sálfræðinga og lækna og ekki verður refsivert fyrir fjölskyldu og vini að koma með óformleg ráð. Aftur á móti verður öll ráðgjöf bönnuð til barna undir 18 ára aldri. Fullorðnir verða að samþykkja að undirgangast meðferð áður en nokkur má hvetja þá til kynskipta eða breyttrar kynhegðunar.

The Times hefur eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni að „góðgerðarsamtök“ eins og Mermaids, sem býður börnum með kynjavandamál ráðgjöf, gætu verið bönnuð. Réttindahópar transfólks segja að með þessum aðgerðum sé verið að takmarka málfrelsið.

Samtímis lýsa HBT+ aðgerðarsinnar sig jákvæða gagnvart tillögu, sem gerir s.k. hómóbreytingarmeðferð ólöglega. Fjallar það um trúarlega hópa sem reyna að „lækna“ samkynhneigða með bænum og ráðgjöf. Í sumum tilvikum hafa einstaklingar verið beittir ofbeldi og „leiðréttandi nauðgunum.“ Samkvæmt nýju lögunum eru dómarar hvattir til að taka hart á slíkum brotum, sem aðgerðarsinnum líkar.

Einnig munu lögin veita dómsstólum heimild til að taka vegabréf af einstaklingum undir 18 ára aldri, sem eiga á hættu að verða færðir úr landi fyrir kynskipti eða til sannfæringar um að undirgangast kynskipti. Í dag geta embættismenn gripið í málin fyrir börn t.d. sem eiga á hættu að fá inngrip í kynfæri með skurðaðgerð eða neydd í hjónabönd.

Liz Truss, jafnréttisráðherra Breta segir: „Ég vil að allir fái að elska þann sem þeir vilja og vera þeir sjálfir. Tilkynning um breytingu laganna segir frá því, hvernig við munum banna fornaldarlega iðkun, sem á engan stað í nútímalífi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila