Brezka þingið felldi úrsögn án samnings – greiðir atkvæði í kvöld um frestun Brexit

Í gær felldi brezka þingið tillögu um að Bretar færu úr ESB án samkomulags 29. mars n.k. með 321 atkvæði gegn 278. Ekki bindandi tillaga um að Bretar færu aldrei nokkurn tímann samningslausir úr ESB var naumlega samþykkt með aðeins 4 atkvæða mun 312 gegn 308. Sú samþykkt hefur eyðilagt útkomu Brexit kosninganna að mati margra sem styðja Brexit. Talmaður brezka þingsins John Bercow hefur gefið í skyn að hann muni ekki leyfa þriðju atkvæðagreiðslu um úrsagnarsamning en Theresa May hefur farið enn eina bænaferðina til Brussel til að biðja um frestun á Brexit ef þingið samþykki “samning” við ESB næstu viku. Verkamannaflokkurinn lagði inn beiðni um að hafna að taka fyrir mál sem þingið hefur þegar tekið afstöðu til en þingsköp heimila forseta þingsins að vísa frá tillögum sem efnislega eru þau sömu og þingið hefur fjallað um áður. Theresa May hefur gefið í skyn að samþykki þingið ekki samning við ESB, gætu Bretar þurft að vera áfram a.m.k. tvö ár til viðbótar í ESB. Þá verða Bretar að taka þátt í þingkosningunum til ESB-þingsins í maí n.k.
Donald Tusk forseti Evrópuráðsins sagði í gær að hann myndi fara fram á við forsætisráðherra aðildarríkjanna að opna á langa frestun Brexit svo Bretar gætu endurskoðað afstöðu sína um að ganga úr ESB. Fundur ráðherranefndarinnar verður 21.-22. mars.
Nigel Farage hefur gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega fyrir að ganga erinda ESB og vinna gegn lýðræðinu í Bretlandi. Þetta er algjör skömm, þingið er ekki lengur fulltrúi fólksins. Þetta er þing fullkominna lygara. Við munum neyðast til að berjast aftur gegn þeim. Og munið orð mín – við munum sigra þá einu sinni enn.” Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila