Það er brýn þörf á aðgerðum til að bregðast við og minnka greiðsubyrgði heimila og fyrirtækja. Heimili og fyrirtæki landsins eru að sligast undan þungri greiðslubyrgði lána vegna ofurvaxta. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Of mikill fjárhagslegur þrýstingur á heimilin
Þorgerður segir að draga þurfi úr fjárhagslegum þrýstingi á heimilin. Fyrsta skrefið sem þörf er á er endurskoðun á stýrivaxtastefnu landsins. Vextir hafi hækkað verulega og margir sérfræðingar kalla nú eftir því að Seðlabankinn og stjórnvöld leiti leiða til að lækka stýrivexti til að létta á greiðslubyrði lántakenda. Lækkun vaxta gæti hjálpað heimilum að draga úr þeim mikla kostnaði sem fylgir lánum á íbúðarhúsnæði og létt á þeirri byrði sem margir eru nú að glíma við.
Endurskoða þarf reglur um fasteignalán
Annað sem þarf að bregðast við að sögn Þorgerðar er húsnæðismarkaðurinn sjálfur. Stjórnvöld þurfa að leggja fram heildstæða stefnu í húsnæðismálum sem tryggir að ungt fólk og fjölskyldur hafi aðgang að íbúðum á viðráðanlegu verði. Þetta gæti falið í sér aðgerðir til að auka framboð á hagkvæmu húsnæði og endurskoða reglur um fasteignalán til að auðvelda fólki að kaupa sína fyrstu íbúð án þess að lenda í fjárhagslegri klemmu.
Stjórnvöld þurfa að létta greiðslubyrgði þeirra sem eru í erfiðleikum
Auk þess þurfa stjórnvöld að skoða leiðir til að létta greiðslubyrði þeirra sem þegar eru í erfiðleikum með að standa undir lánaskuldbindingum sínum. Ein af hugsanlegum aðgerðum gæti verið að bjóða tímabundnar lausnir fyrir lántakendur, eins og greiðsludreifingu eða aðra leiðréttingu lánaskulda. Þetta myndi veita þeim svigrúm til að aðlagast breyttu efnahagsástandi án þess að þurfa að fórna fjárhagslegu öryggi.
Það er hægt að tryggja efnahagslegt öryggi fjölskyldna á Íslandi
Þá segir Þorgerður að ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða getur ástandið haft víðtækari áhrif á efnahag landsins. Aukin greiðslubyrði veldur því að neysla minnkar sem gæti haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Því er mikilvægt að stjórnvöld taki markviss skref til að bregðast við ástandinu og tryggi að heimilin geti staðið undir lánum sínum án þess að lenda í fjárhagslegri hættu. Með því að lækka stýrivexti, bæta húsnæðisframboð og bjóða upp á úrræði fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með lánagreiðslur er hægt að milda áhrifin og tryggja efnahagslegt öryggi fjölskyldna á Íslandi.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan