Bylgja „óútskýrðra umframdánartilfella“ í Bretlandi

England og Wales hafa orðið fyrir barðinu á nýrri heilsukreppu. En hún snýst ekki um covid-19. Heldur undarlega dánartíðni, sem tengist einhverju öðru. Um 1.000 manns deyja umfram það sem eðlilegt er í hverri viku. Læknar segja tölurnar „ógnvekjandi“ og ekki er hægt að tengja dauðsföllin við covid. The Telegraph greinir frá því, að hér gæti verið um að ræða síðbúin áhrif covid-lokunaraðgerða, sem óttast er að drepi mun fleiri en sjálf veiran.

10.000 fleiri dauðsföll en að meðaltali síðustu fimm árin

Breska The Telegraph greindi nýlega frá bylgju „óútskýrðra umframdánartilfella“ í Bretlandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofunnar „Office for National Statistics“ ONS deyja um 1.000 fleiri en venjulega – í hverri viku. Og ekki er hægt að tengja dauðsföllin við kórónuveiruna.

Nýjustu tölur frá ONS sýna, að fjöldi dauðsfalla fyrstu vikuna í ágúst var 14,4 % hærri en meðaltal fimm ára. Það samsvarar 1.350 fleiri dauðsföllum en venjulega. 469 þeirra má tengja við covid, en ekki hefur tekist að útskýra þau 881 sem eftir eru.

Undanfarna tvo mánuði hefur fjöldi umframdauðsfalla, sem ekki tengjast covid, verið fleiri en covid-dauðsföll.

Frá því í byrjun júní eru það um 10.000 fleiri dauðsföll miðað við meðaltal síðustu fimm ára. Með öðrum orðum: 1.089 dauðsföll á viku, sem ekki er hægt að tengja við covid-19. Þetta eru meira en þrisvar sinnum fleiri sem létust af völdum covid á sama tímabili.

Tölurnar eru svo skelfilegar að heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa hafið rannsókn til að kanna um hvað málið snýst.

Heilsugæsla annarra sjúkdóma en covid sett í biðstöðu

Samkvæmt The Telegraph gætu þetta verið dauðsföll, sem tengjast töfum á heilbrigðisþjónustu af völdum harðrar viðbragða breskra stjórnvalda á covid. Þau hafa seinkað meðferð við kvillum eins og krabbameini, sykursýki og hjartasjúkdómum.

Óttast er að „lokunaráhrif“ drepi fleiri en covid, segir The Telegraph. Breska hjartastofnunin telur dánartölurnar „mikið áhyggjuefni.“ The Telegraph skrifar:

„Tölurnar benda til þess að landið standi frammi fyrir nýrri þögulli heilsukreppu sem tengist aðgerðum gegn heimsfaraldrinum frekar en sjálfri veirunni.“

Charles Levinson, framkvæmdastjóri heimilislæknisþjónustunnar Doctorcall, segir við The Telegraph:

„Fólk deyr hundruðum saman í hverri viku – hvað er að gerast? Tafir á því að leita og fá heilbrigðisþjónustu eru án efa drifkrafturinn, að mínu mati.“

Lokanir hafa reynst hörmung en hver verður sóttur til ábyrgðar?

Levinson bendir á að Covid-tölfræðin veki athygli þjóðarinnar á hverjum degi, en þessar nýju „ógnvekjandi tölur“ um umframdauða eiga sér enga hliðstæðu. Ennfremur útskýrir Levinson, að hann sjái sjálfur mörg tilfelli af óuppgötvuðu krabbameini og hjartavandamálum og einnig þá, sem hafa glímt við geðræn vandamál. Að sögn Levinson er brýn þörf á fullri rannsókn stjórnvalda á dauðabylgjunni.

Tilfinningarnar flæða á samfélagsmiðlum, því þetta var einmitt það, sem margir vöruðu við að myndi gerast. Þannig skrifar Nigel Farage á Twitter:

„1.000 fleiri deyja núna á viku af „óútskýrðum dauðsföllum.“ Lokanir hafa reynst hörmung. Verður einhver sóttur til ábyrgðar?“

Hjartalæknirinn Aseem Malhotra bendir einnig á covid-bóluefnin. Samkvæmt honum sýnir rannsókn, að bóluefnið geri meiri skaða en gagn og meiri hætta á afleiðingum covid-bóluefna en hættan á alvarlegum covid. Þessi gögn hljóta að hafa verið til frá upphafi. Hann kallar það „sjokkerandi“ og „óvenjulegt.“ Hann segir í GB News:

„Þetta breytir öllu. Vissu Pfizer og Moderna um þetta?“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila