Byltingarkenndar uppfinningar sem draga úr losun eyðilagðar kerfisbundið svo viðhalda megi loftslagssköttum

Í nýju myndbandi frá Þýsku netsjónvarpsstöðinni KlaTV er greint frá því hvernig reynt er að eyðileggja kerfisbundið fyrir uppfinningamönnum sem koma fram með uppfinningar sem gera mannkyninu kleift að draga úr losun CO2 og þannig bæta umhverfið.

Í myndbandinu er meðal annars sagt frá sérstakri vatnshreinsistöð sem knúin er áfram á skolphreinsistöð en með því að knýja vatnshreinsistöðina með orku frá skolphreinsistöðinni er vatnshreinsistöðin 100% losunarfrí. Þetta virðist ríkisstjórnum hugnast illa því ef slíkar uppfinningar ná fótfestu geta ríkisstjórnir ekki lengur réttlætt skatta sem lagðir eru á almenning vegna losunar á CO2. Farið er yfir það í myndbandinu hvernig margar aðrar slíkar hugmyndir eru kæfðar í fæðingu en myndbandið má horfa á hér að neðan.

Ef myndbandið opnast ekki í vafranum er hægt að smella hér til þess að sjá myndbandið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila