Carl Bildt “í alvöru áhyggjufullur” þegar ráðherrar Eistlands gera OK-táknið

það virðist vera örðugra að feta sig á hinu “hárrétta pólitíska dansgólfi” í dag en áður miðað við nýjasta tíst Carl Bildt fv. forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar. Þeir sem gerðust sekir að fara út af strikinu skv. Bildt og gerðu hann “í alvöru áhyggjufullan” eru tveir nýir ráðherrar í ríkisstjórn Eistlands, – feðgarnir Mart Helme innaríkisráðherra og sonur hans Martin Helme fjármálaráðherra. Vitnar Bildt í annað tíst sem segir að ok merkið sé eins og þegar Donald Trump notar það: tákn “HVÍTA KRAFTSINS”. Uppruni hugmyndarinnar kom frá nettröllum sem plötuðu vinstri blaðamenn til að trúa því að merkið táknaði “Hvíta Kraftinn” (White Power). Báðir nýju ráðherrarnir í ríkisstjórn Eistlands koma frá hægri flokknum EKRE sem náði góðum árangri í síðustu kosningum og fékk fimm ráðherra af fimmtán í nýrri ríkisstjórn Eistlands.

Næstum allar athugasemdir gera gys að Bildt fyrir að falla í gryfjuna.

Sjá nánar hér

Ef taka á mark á Bildt eru ansi margir bæði þekktir sem óþekktir málsvarar HVÍTA KRAFTSINS, nokkur dæmi að neðan

    

Athugasemdir

athugasemdir

Deila