Covid er risastór peningatilfærsla til hins nýja aðals milljarðamæringa

Robert F. Kennedy Jr.

Aðkoma stjórnmálamanna að „heimsfaraldrinum“ var að stuðla að gríðarlegri tilfærslu auðs frá millistéttinni til „ofurríkra.“ Það segir Robert F. Kennedy yngri, sem keppir um að verða forsetaframbjóðandi demókrata.

Í viðtali við Fox News (sjá myndband að neðan) krefst Robert F. Kennedy svara frá bæði Donald Trump og Joe Biden vegna meðferðar yfirvalda á Covid. Samkvæmt sænskri rannsókn var dánartíðni fólks með Covid-19 0,1% fyrir fólk undir 70 ára aldri í mars 2020.

Eignatilfærsla upp á fjórar trilljónir dollara frá millistéttinni til þeirra ofurríku

Við útbreiðslu sjúkdómsins var blásin út gríðarmikil hræðsla og löndum var lokað. Bandaríkin lokuðu. Kennedy segir:

„Ég vil að annað hvort, að Biden forseti eða Trump forseti útskýri lokanirnar fyrir okkur. Þetta voru mistök sem kostuðu 16 billjónir dollara. Við fluttum 4 trilljón dollara eignir millistéttarinnar hér í landi til þeirra ofurríku. Hins nýja aðals milljarðamæringa. Lokanirnar sköpuðu einn milljarðamæring á dag. 500 nýja milljarðamæringa.“

Fyrirtæki sem voru hjarta og sál millistéttarinnar eru horfin

Mörg þeirra fyrirtækja sem neyddust til að loka eru horfin fyrir fullt og allt.

„Við lokuðum 3,3 milljónum fyrirtækja án réttlátrar málsmeðferðar eða sanngjarnra bóta. Báðar stjórnirnar unnu með Amazon og öðrum samfélagsmiðlafyrirtækjum til að loka andstæðingum þeirra. 3,3 milljónum keppinauta Amazon var lokað. Og almenningur fékk tveggja ára kennslustund í því, hvernig á að versla á Amazon. Fyrirtæki sem voru hjarta og sál millistéttarinnar eru nú horfin.“

Kennedy er tækifæri demókrata

Robert F. Kennedy Jr. heldur því einnig fram að hann sé besta tækifæri demókrata til að sigra Donald Trump eða Ron DeSantis.

„Ég finn fyrir miklum stuðningi. Innri tölur okkar sýna að ég er sterkari gegn báðum frambjóðendum repúblikana en Biden forseti.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila