Credit Suisse hrynur

Hlutabréf Credit Suisse lækkuðu um 62% í viðskiptum fyrir markaðinn. Þrátt fyrir neyðarsamninginn sem svissnesk stjórnvöld gerðu til að reyna að bjarga hlutabréfamarkaðnum.

Ríkisstjórn Sviss tilkynnti á sunnudag að hún hefði tryggt að stærsta keppinautur Credit Suisse, UBS, fengi að kaupa upp kreppubankann fyrir smásummu. Afgangurinn af peningunum verður tryggður af ríkissjóði, þ.e.a.s. skattgreiðendum.

Auk þess þarf að breyta lögum, þannig að hluthafar bankans verði sviptir möguleika á því að stöðva viðskiptin. Þannig segjast stjórnmálamennirnir ætla að bjarga hlutabréfamarkaðinum – ekki aðeins í Sviss – heldur um allan heim. En áætlunin virðist ætla að enda í stórslysi. Í forviðskiptum lækkaði hlutur Credit Suisse um heil 62%. UBS lækkaði einnig í forviðskiptum, um 5%.

Credit Suisse var stofnaður ár 1856 með höfuðstöðvar í Zurich, Sviss. Bankinn hefur verið einn af stærstu bönkum heims með yfir 50 þúsund starfsmenn, sem margir hverjir verða núna látnir taka pokann sinn. Ár 2022 voru eignir bankans metnar á 14 þúsund milljarða sænskra króna. Kaupverð helgarinnar: um 45 milljarðar sænskar krónur. Svissneski seðlabankinn segir að UBS og Credit Suisse fái „ótakmarkaðan aðgang að verkfærum bankans“ og lofar öllum peningum sem þarf til að róa markaði.

Rauðu ljósin blikka á hlutabréfamörkuðum bæði í Asíu og Evrópu mánudag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila