Dagbók lögreglu: Mjög margir óku undir áhrifum áfengis og fíkniefna

Mjög mörg tilvik um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna komu upp á vaktinni hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og mega þeir sem það gerði búast við að verða sviptirökuréttindum auk þess að fá svimandi háa sekt. Þá var eitthvað um líkamsárásir og kom meðal annars upp mál þar sem gerendur beittu fjóra einstaklinga ofbeldi.

Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær

 • Ökumaður mældur á 147 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Skýrsla rituð um málið þar sem ökumaður viðurkenndi ekki brot.
 • Tilkynnt um ofurölvi aðila sem var fluttur á lögreglustöð og sefur nú úr sér.
 • Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls.
 • Ökumaður grunaður um akstur bifreiðar án ökuréttinda og einnig grunaður um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ásamt ökumanni var einn farþegi og þeir báðir grunaðir um vörslu fíkniefna. Málið í rannsókn.
 • Aðili handtekinn í miðborginni fyrir óspektir á almannafæri, við öryggisleit fundust ætluð fíkniefni á aðilanum. Hann vistaður í fangaklefa þar til hann orðinn skýrsluhæfur.
 • Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ekki staðinn að akstri. Hann vistaður í fangaklefa vegna rannsókn máls.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

 • Lögregla rannsakar árekstur og af stungu þar sem tjónuð bifreið er skilin eftir í vegkanti. Málið í rannsókn.
 • Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Laus úr haldi lögreglu eftir blóðsýnatöku.
 • Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur. Hann laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

 • Tilkynning berst vegna aðila sem er að reyna að brjóta sér leið inn í sameign. Lögregla fer á vettvang og vísar aðilanum á brott eftir tiltal. Engar kröfur.
 • Tilkynning berst lögreglu um ,,sterka nálykt“ í íbúðarhverfi. Lögreglan fer á vettvang og rannsakar málið. Lögregla rekur lyktina að grenndargámi sem hafði ekki verið tæmdur lengi. Þetta var því sorplykt en ekki nálykt.
 • Lögregla rannsakar líkamsárás, einn aðili vistaður í fangaklefa.
 • Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
 • Lögregla fer á veitingahús þar sem tilkynnt var um líkamsárás gegn fjórum aðilum. Gerendur voru farnir af vettvangi og málið nú í rannsókn.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

 • Aðili slasast er hann ekur rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðilinn fluttur á Bráðamóttöku til aðhlynningar þar sem dregið var blóðsýni úr aðilanum v. rannsókn þessa máls.
 • Tilkynnt um tvo lausa hesta, lögregla sinnir.
 • Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila