Dagbók lögreglu: Ökumaður reyndist eftirlýstur

Það var talsverður erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um 100 mál komu á hennar borð á vaktinni og hér að neðan er farið yfir það helsta.

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt stöðvaði lögregla bifreið nálægt miðbænum en ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Skömmu síðar var annar ökumaður stöðvaður þar skammt frá sem einnig var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að auki reyndist hann vera án ökuréttina.

Þá var annar ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði en sá hefur ítrekað verið tekin vegna aksturs án ökuréttinda og að auki var maðurinn eftirlýstur vegna annars máls og var því handtekinn og fluttur í fangageymslur.

Annar ökumaður sem hafði verið stöðvaður og færður á lögreglustöð til sýnatöku var til vandræða eftir að honum var vísað af lögreglustöðinni og sótti í að komast aftur þar inn. Honum varð lokum að ósk sinni því hann neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa lögreglustöðina og var því handtekinn og vistaður í fangageymslum.

Kona var handtekin í nótt eftir að hafa ráðist að dyraverði á veitingastað. Hún var handtekin og verður meðal annars kærð fyrir árásina sem og hótanir og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila