Dagbók lögreglu: Réðist að lögreglumönnum og hótaði þeim og fjölskyldum þeirra

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og voru verkefnin að vanda mjög fjölbreytt. Meðal þeirra alvarlegu mála sem komu upp voru þegar lögregla þurfti að hafa afskipti af einstaklingi sem hótaði lögreglumönnum sem og fjölskyldum þeirra.

Þá var fékk lögregla tilkynningu um mann sem var til vandræða á endurvinnslustöð og var sá mjög ölvaður. Þegar lögregla ætlaði að ræða við hann réðist hann að lögreglumönnum sem handtóku hann að lokum.

Hér að neðan má sjá færslur dagbókarinnar:

Lögreglustöð 1, Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes

Tilkynnt um líkamsárás.

Tilkynnt um ölvaðan einstakling til vandræða á endurvinnslustöð. Einstaklingurinn veittist að lögreglumönnum sem ætluðu að reyna að tala við hann og var hann að lokum handtekinn og er vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman og hægt verður að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Höfð afskipti af einstakling sem reyndist að ráðast á lögreglumenn með spörkum. Þá hótaði einstaklingurinn lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Einstaklingurinn handtekinn og er hann vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman og hægt verður að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað vegna tveggja ölvaðra einstaklinga sem voru til vandræða. Einstaklingunum vísað út.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem ekið var á hjólreiðamann. Ekkert frekar skráð í málið.

Óskað eftir aðstoð lögrelgu á veitingastað vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Einstaklingnum komið heim til sín.

Tilkynnt um reiðhjólaslys en þar hafði barna fallið í jörðina og var með minni háttar áverka eftir fallið. Fluttur með sjúkrabifreið á Bráðamóttöku til skoðunar.

Óskað eftir aðstoð lögreglu á Hótel vegna óvelkomins einstaklings sem búinn var að koma sér fyrir á hótelinu. Einstaklingnum vísað út.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna einstaklings sem neitaði að yfirgefa verslunina. Einstaklingnum vísað út.

Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Lögreglustöð 2, Hafnarfjörður

Lögregla kölluð til vegna mótmæla við Héraðsdóm Reykjanes.

Lögreglustöð 3, Kópavogur

Tilkynnt um þjófnað úr verslun.

Óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað vegna ofurölvi einstaklings sem var til vandræða. Einstaklingum vísað út.

Tilkynnt um innbrot.

Lögreglustöð 4, Árbær, Grafarvogur, mosfellsbær, Kjalarnes

Óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað vegna ölvaðs einstaklings sem neitaði að yfirgefa staðinn. Vísað út af lögreglu.

Tilkynnt um þjófnað úr verslun.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna ölvaðs unglings. Lögreglumenn höfðu samband við móðir unglingsins sem kom og sótti hann.

Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er ökumaður grunaður um vörslu fíkniefna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila