Það var nóg um að vera á næturvakt lögreglu en flest útköllin sneru að einstaklingum sem ekki kunnu fótum sínum forráð sökum ölvunar sem og vegna hávaða á heimilium þar sem veisluglaðir héldu sín hóf. Þá voru höfð afskipti af sex ökumönnum sem grunur lék á að væru undir áhrifum. Sex gistu fangageymslur yfir nóttina
Tilkynnt var um umferðarslys í Vogahverfi. Minniháttar slys urðu á fólki en tvær bifreiðar eru óökufærar eftir óhappið. Höfð voru afskipti af ökumanni sem ók um með barn sem ekki var í viðeigandi öryggisbúnaði.
Grunsamlegar mannaferðir
Lögregla fékk tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 105 en þegar hún kom staðinn varð hún ekki var við mannaferðir. Leigubílstjóri óskaði aðstoðar lögreglu vegna farþega sem var ofurölvi. Aðstoðaði lögreglan farþegann að komast inn til sín.
Laminn í höfuðið með skóflu
Lögreglan í Kópavogi var kvödd að unglingasamkvæmi í Kópavogi þar sem soðið hafði upp úr á mili einstaklinga. Því lyktaði svo að einn lamdi annan í höfuðið með skóflu og var sá sem fékk skófluna í höfuðið fluttur á slysadeil. Hann er ekki alvarlega slasaður en mál hans verður tilkynnt til Barnaverndar þar sem hann var undir lögaldri.