Á vakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag voru 72 mál sem skráð voru í LÖKE kerfi lögreglunnar og voru þjófnaðir úr verslunum í ákveðnum hverfum áberandi. Þá var að minnsta kosti eitt innbrot einnig bókað.
Lögreglustöð 1 Miðbær, Vesturbær, Seltjarnarnes.
Tilkynnt um innbrot í hverfi 107, gluggi spenntur upp og farið inn, lítur út fyrir að engu hafi verið stolið
Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 101, afgreitt á vettvangi
Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108, afgreitt á vettvangi
Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður.
Tilkynnt um eignarspjöll á þremur bifreiðum í hverfi 221, ekki vitað hver gerandi er
Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Einn handtekinn í hverfi 221 vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Ökumaður stöðvaður í hverfi 210 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Lögreglustöð 3 Kópavogur
Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 201, afgreitt á vettvangi
Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 201, afgreitt á vettvangi
Einn handtekinn í hverfi 200 vegna gruns um vörslu fíkniefna, vistaður í fangageymslu
Lögreglustöð 4 Grafarvogur, Mosfellsbær, Kjalarnes.
Skráningarnúmer tekin af bifreið í hverfi 110 vegna vanrækslu á aðalskoðun