Dagbók lögreglu: Þrír menn ógnuðu starfsmönnum verkstæðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færði 81 mál til bókar frá kl.05:00 til 21:00 og útlistar því helsta markverða sem kom upp á vaktinni.

Stöð 1 Miðborg, Vesturbær, Seltjarnarnes.

kl.11:00 Aðili handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

kl.12:43 Þrír aðilar grunaðir um rán þar sem þeir tóku muni af manni og voru vopnaðir við verknaðinn. Aðilarnir fóru svo af vettvangi á bifreið og rannsókn málsins miðar vel.

kl.16:34 Lögregla hefur afskipti af aðila sem er grunaður um vörslu fíkniefna auk þess að vera eftirlýstur. Aðilinn reyndir að hlaupa frá lögreglu en var hlaupinn uppi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Stöð 2 Hafnarfjörður.

kl.08:37 Tilkynnt um aðila sofandi í strætó. Maðurinn var vaknaður þegar lögregla kom á staðinn og hvorki þurfti né vildi aðstoð.

Stöð 3 Kópavogur.

kl.17:48 Tilkynnt um þrjá menn utan við verkstæði að ógna starfsmönnum. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til en enginn var slasaður eftir athæfið.

Stöð 4 Grafarvogur, Mosfellsbær, Kjalarnes.

12:52 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur án gildra ökuréttinda.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila